Stjörnuspeki

Upplýsingar um vefsíđuna

Eins og sjá má höfum viđ opnađ nýja vefsíđu. Ţessi síđa á ađ ţjóna áhugamönnum um stjörnuspeki. Segja má ađ síđan sé byggđ upp af ţremur meginstođum. 1) Frítt efni um stjörnuspeki. 2) Greinar. 3) Verslun.

Stjörnuspekiefniđ er í fyrsta lagi dagleg stjörnuspá, ofarlega til hćgri á síđunni. Ţessi stjörnuspá er ólík öđrum stjörnuspám ađ ţví leyti ađ hún fjallar ekki um stjörnumerkin ein og sér, heldur segir frá ţeim afstöđum sem himintunglin mynda á hverjum degi viđ ţitt stjörnukort. Ţessar upplýsingar fćrđ ţú međ ţví ađ slá inn fćđingardag ţinn og ár.

Í öđru lagi er ţađ dótakassinn, eins og viđ köllum hann. Ţar kennir ýmissa grasa.

Fćđingarkort gerir ţér kleift ađ gera stjörnukort sem sýnir stöđu pláneta í merkjum og húsum, Rísandi merki og Miđhiminn, o.s.frv. Ţetta er kort án útskýringa, en fínt fyrir ţá sem hafa áhuga á stjörnuspeki og eru forvitnir um ţađ hvar einhver persóna er Rísandi eđa međ Venus, svo dćmi sé nefnt.

Frćga fólkiđ sýnir stjörnukort ýmissa frćgra innlendra og erlendra persóna, kort međ stuttum og hnitmiđuđum útskýringum. Bćtt verđur í ţennan lista á nćstu dögum og ţá sérstaklega íslenskum 'celebrities'.

Stađan núna sýnir stöđu pláneta á ţessari stundu. Tunglvaktin segir hvenćr tungliđ er nćst nýtt og fullt. Merkin saman birta stutta lýsingu á ţví hvernig merkin eiga saman og stjörnumerkin lýsa merkjunum. Í dótakassanum er einnig hćgt ađ senda póstkort.

Greinar eru umfjöllun um fjóra megin flokka. Greinar um fólk, hugleiđingar, lesendabréf og greinar um stjörnuspeki. Stefnan er ađ setja inn u.ţ.b. fjórar nýjar greinar í hverri viku. Hvađ varđar lesendabréfin ţá höfum viđ mikinn áhuga á ađ fá efni frá lesendum síđunnar, fyrirspurnir og annađ ţađ sem brennur á fólki. Viđ munum reyna ađ svara eftir bestu getu. Allar ţessar greinar verđa settar í greinasafn (sjá vinstra meginn á síđunni) og verđa ţví geymdar á vefsíđunni, og verđa ţar öllum ađgengilegar.

Ađ lokum má geta ţess ađ vefsíđan er líka verslun. Fólk getur keypt stjörnukort á verđi sem er stillt í hóf, frá 700 kr uppí 7500 kr., pantađ einkatíma og námskeiđ. Viđ bjóđum einnig uppá fyrirlestra fyrir hópa, félög og fyrirtćki.

Markmiđiđ er ađ halda úti skemmtilegri og fróđlegri vefsíđu og síđast en ekki síst ađ stuđla ađ aukinni fjölbreytni í ţessu ágćta efnishyggjuţjóđfélagi okkar. Útrásin er frábćr, köld veđrátta ţýđir ađ viđ ţurfum ađ eiga falleg hús, góđa bíla og vönduđ föt, en velferđin mun aldrei skapa hamingju ef viđ pćlum ekki einnig í okkur sjálfum. Hver er ég? Hver er maki minn? Hvernig eru börnin okkar? Hvađa ţarfir höfum viđ? Ef viđ reynum ekki ađ leita svara viđ slíkum spurningum, ţá skiptir engu máli hvort viđ verđum ríkasta eđa nćstríkasta ţjóđ í heimi.

Leiđaravísir User Manual

Persónukort

Ársspá

Mánađarspá

Samskiptabók

Gunnlaugur Guđmundsson - sími 774 1088 - gg@stjornuspeki.is
Nunanu ehf, kt. 691209-4150