Stjörnumerkin

Hrúturinn (20. mars til 20. apríl)
Nautiđ (20. apríl til 21. maí)
Tvíburinn (21. maí - 20. júní)
Krabbinn (21. júní - 22. júlí)
Ljóniđ (23. júlí - 23. ágúst)
Meyjan (23. ágúst - 23. september)
Vogin (23. september - 22. október)
Sporđdrekinn (23. október - 21. nóvember)
Bogmađurinn (22. nóvember til 21. desember)
Steingeitin (22. desember - 20. janúar)
Vatnsberinn (21. janúar - 19. febrúar)
Fiskurinn (19. febrúar - 20. mars)

Tvíburinn

Tvíburinn er síđasta vormerkiđ og líkt og međ Hrútinn og Nautiđ má sjá ákveđin voreinkenni í fari hans. Júní er tími heimsókna og ferđalaga, ţví ófćrđ og kyrrstađa vetrarins er ađ baki. Á tíma Tvíburans er sumariđ handan viđ horniđ og góđviđri ríkjandi. Léttleiki, heiđríkja og bjartsýni eru einkennandi, en jafnframt ţví hreyfanleiki og félagslyndi.

Fjölbreytni
Tvíburinn ţarf fjölbreytni til ađ viđhalda lífsorku sinni. Honum líđur best ţegar mikiđ er um ađ vera og ţess er krafist ađ hann sinni mörgum verkefnum á sama tíma. Honum leiđist vanabinding og hann verđur ţreyttur ef hann ţarf ađ fást of lengi viđ sama verkiđ. Fjölbreytni og hreyfing eru honum nauđsynleg til ađ viđhalda orku. Hann ţarf ađ skipta reglulega um umhverfi, enda er ein uppáhaldssetning hans: "Ég ţarf ađeins ađ skreppa."

Pćlingar
Tvíburinn er loftsmerki og ţarf pćlingar og vitsmunalega umrćđu til ađ endurnćra orku sína. Tvíburanum fellur ţví vel ađ vinna störf sem krefjast hugarbeitingar og fjalla um margvísleg málefni. Hann er fljótur ađ setja sig inn í ný mál. Lykilorđ fyrir Tvíbura eru tjáskipti og upplýsingamiđlun, enda margir kennarar, blađa- og fréttamenn fćddir í ţessu merkinu.

Félagslyndi
Tvíburinn er félagslyndur. Ef hann er bundinn inni á heimili, er í félagslegri einangrun eđa er fastur yfir einhćfum handtökunum, verđur hann fljótt leiđur, ţreyttur og slappur. Ţegar mikiđ er um ađ vera og nóg af fólki, forvitnilegum atburđum og umrćđu, lyftist geđ hans og orkan eykst. Ef hann er ekki léttur og hress, gćti ástćđuna veriđ ađ rekja til of einhćfra lífshátta.

Forvitni
Tvíburinn er oftast forvitinn og fróđleiksfús. Ef starf hans er ekki fjölbreytt og frćđandi situr hann oft fyrir framan sjónvarp í frístundum sínum, skiptir á milli rása og horfir á fréttir og frćđsluţćtti. Ţörfin fyrir frćđslu, hreyfingu og fjölbreytni, getur ţví birst líkamlega, sem ţörf fyrir ađ setjast uppí bíl og keyra á milli stađa, eđa á huglćgan hátt, sem hreyfanleg og leitandi hugsun.

Málgefni og fjölhćfni
Tvíburinn er oft málgefinn (stađa hugarpláneturnnar, Merkúrs, skiptir miklu í ţessu sambandi) og hefur gaman af ţví ađ segja frá. Í fjölskyldubođum og öđrum samkvćmum gengur hann á milli manna og herbergja og talar og segir sögur. Auk félagslyndis og sagnagleđi, er fjölhćfni eitt af einkennum hans, sem ţýđir ađ margir í ţessu merki fást viđ tvö til ţrjú mismunandi störf. Ef Tvíburinn er í einu starfi, ţá leitar hann eftir breytilegum verkefnum innan ţess starfs, pćlir mikiđ og er alltaf reiđubúinn ađ skođa nýja fleti eđa rćđa viđ samstarfsmenn um ţeirra mál. Tvíburinn hefur ekki áhuga á ađ beina athyglinni lengi ađ einu máli í einu.

Frelsisást
Annađ einkenni á Tvíbura er frelsisást. Honum er illa viđ bönd, sérstaklega ţau sem hindra hreyfanleika hans. Ţví er ţađ svo ađ ţótt Tvíburinn sé ađ öllu jöfnu vingjarnlegur og glađlegur, ţá hleypir hann fólki ekki of nálćgt sér.

Tvískipting
Eins og nafniđ Tvíburi gefur til kynna virđist oft sem Tvíburinn geymi tvo persónuleika innra međ sér. Ţetta birtist í fjölhćfni hans og ţörf fyrir fjölbreytni, en einnig í óútreiknanlegu eđli eđa ţví ađ hann getur sýnt tvö andlit, eftir umhverfi og ađstćđum.

Ţegar talađ er um 'Tvíburann' og 'Tvíbura', er átt viđ ţá sem fćddust ţegar Sólin var í Tvíburamerkinu. Ţeir einstaklingar sem eru fćddir á ţeim árstíma hafa 'hjartađ' í ţessu merki, eđa grunneđliđ og lífsorkuna.

Stađa Tunglsins í merki segir til um tilfinningar, stađa Merkúrs um hugsun, Venusar um ást og samskipti, Mars um framkvćmdir, Rísandi merkis um framkomu og stađa Miđhimins um (ţjóđfélags)markmiđ. Hver einstakur mađur er í nokkrum stjörnumerkjum og ţess vegna eru gerđ stjörnukort, en ekki bara fjallađ um stjörnumerkin.

Gunnlaugur Guđmundsson - sími 774 1088 - gg@stjornuspeki.is
Nunanu ehf, kt. 691209-4150